Velkomin á Íslenska heimasíðu Alpha-1 andtrýpsín skorts
Hvað er Alpha-1 andtrýpsín skortur?
Alpha-1 andtrýpsín skortur (Alpha-1) er arfgengur sjúkdómur sem erfist í gegnum genin frá foreldrum til barna. Sjúkdómurinn getur leitt til alvarlegra lungnaskjúkdóma í fullorðnum eða/og lifrasjúkdóma í ungbörnum, börnum og fullorðnum.
Alpha-1 kemur fram við mikinn skort í blóði á próteini sem kallast alpha-1 andtrýpsín (AAT) og er framleitt aðallega í lifur. Aðal hlutverk ATT er að vernda lungun við bólgum vegna sýkinga og innöndunar á ertandi efnum eins og tóbaksreyk. Lág gildi ATT í blóðinu verða vegna þess að ATT er óeðlilegt og lifrin losar það ekki á eðlilegan máta. Því safnast ATT fyrir í lifur og orsakar lifrarsjúkdóm.
Einkenni í öndunarfærum vegna AAT
- Andstuttur
- Mæði
- Viðvarandi krónískur hósti
- Endurteknar öndunarfærasýkingar
- Endurtekið lungnakvef
- Minnkandi þol við áreynslu
Einkenni lifrarbilunnar vegna ATT
- Óútskýrð hækkun á ensímum í lifur
- Gula í húð og augum
- Bólginn kviður
- Blóðuppköst
Hægt er að greina AAT skort með einfaldri blóðprufu!
Við bjóðum öllum þeim sem vilja frekari upplýsingar um AAT að hafa sambandi við Gunhil Norhave í Danmörku: at gunhil.norhave@alfa-1.dk
Aðgangur að heilbrigðisþjónustu
Country specific information is currently not available.